Sonur minn æfir íshokkí þrisvar í viku. Vegalengd frá heimili okkar að skautahöllinni er 1,5 km og má áætla 15 mínútur í göngu eða eitthvað talsvert minna á hjóli.
Íshokkíæfingum fylgir gríðarmikill búnaður og er taskan utan um herlegheitin nær jafn stór 7 ára barni. Fyrst í stað leystum við flutninginn til og frá æfingum með því að skella töskuhlunknum ofan á kerruþak yngri sonarins en svo uppgötvuðum við að hægt er að leigja geymslupláss í höllinni og þar með var það leyst.
Hins vegar er farið að bera á því að það getur verið orðið ansi kalt úti þegar æfingu lýkur og við þurfum að koma okkur heim án bifreiðar*. Börn eru viðkvæmari fyrir kulda en við fullorðna fólkið og ég tala ekki um þegar þau eru þreytt í þokkabót. Það er því næsta mál að muna að taka trefil með til að vefja andlit og festa hettu aftur á úlpu til að gera heimferðina þarnæst þolanlega. Ég segi þarnæst því í dag ætlum við akandi á lánsbílnum góða. Þvílíkur lúxus.
*"eða gamaldags járnhylkis utan um okkur", eins og ég heyrði svo skemmtilega orðað um daginn.
Reynsla nokkurra starfsmanna VSÓ Ráðgjafar af því að vera bíllaus á höfuðborgarsvæðinu.
Wednesday, November 7, 2012
Tuesday, November 6, 2012
Tebollubakstur
Nú skyldu bakaðar tebollur enda fátt betra með síðdegiskaffinu en nýbakaðar tebollur með stórum hálfbráðnuðum súkkulaðibitum...mmmmm. Uppskriftin klár á tölvuskjánum og hráefnið tínt hvert af öðru fram: Hveiti, sykur, súkkulaði, salt, egg, lyftiduft, kókosmjöl, kardimommudropar...úpps ekki til og heldur ekki nóg af smjöri!!
Nú á ég ekki bíl og veðrið út er frekar fúlt og ég hálfpartinn nenni ekki að labba eða hjóla í næstu verslun en langar voðamikið í tebollurnar, hvað er þá til ráða? Jú, ég á vanilludropa og síðan má nú bara minnka smjörmagnið í uppskriftinni. Þannig slæ ég tvær flugur í einu höggi...spara mér ferð (og pening) í búðina og tebollurnar eru kannski ekki eins óhollar fyrir vikið.
Stundum er bara hægt að finna aðrar leiðir að hlutunum, kannski þurfum við ekki alltaf allt sem við höldum að við þurfum. Stundum er nóg að staldra við í smá stund og íhuga „þarf ég virkilega á þessu að halda?“ Niðurstaðan gæti komið okkur á óvart J
Monday, November 5, 2012
Bíll í láni
Ég er svo ljómandi heppin að hafa bifreið til afnota þessa vikuna. Tækifærið var strax notað í gær þar sem ég keypti m.a. risavaxna melónu frá Brasilíu. Hefði sennilega ekki keypt hana hefði ég verið á hjólinu. Sem vekur upp spurningar um hvort maður er ekki einvörðungu að stuðla að loftmengun með akstri bifreiðar heldur líka að kaupa alls kyns vörur sem hafa komið langt að og eru ekkert sérlega umhverfisvænar.
Hins vegar ætla ég að notfæra mér bílinn á meðan ég hef hann til ýmissa erinda eins og IKEA og jafnvel að komast útfyrir borgarmörkin. Þingvellir, Hvaleyrarvatn og Kleifarvatn koma fyrst upp í hugann.
Hins vegar ætla ég að notfæra mér bílinn á meðan ég hef hann til ýmissa erinda eins og IKEA og jafnvel að komast útfyrir borgarmörkin. Þingvellir, Hvaleyrarvatn og Kleifarvatn koma fyrst upp í hugann.
Veðurspá
Eitt af því sem ég þarf að læra í bílleysinu er að kíkja á veðurspá eða a.m.k. líta til veðurs áður en lagt er af stað í vinnu. Ég kom rennvot til vinnu (sökum rigningar) og sit nú hér í jóga-fötunum mínum sem voru ofan í skúffu (mér til happs). Eins gott að það eru ekki mjög strangar reglur um klæðnað hér á bæ. En hin fötin mín eru nú að þorna hægt og rólega og verða vonandi til þegar ég hjóla heim.
Veður hvað?
Þrátt fyrir að segjast hjóla meira og minna alla daga til og frá vinnu þá koma einstaka sinnum dagar sem það er bara ekki sniðugt. T.d. fimmtudagur og föstudagur í síðustu viku. Við þær aðstæður er þetta bara hættulegt. Ég hjólaði a.m.k. ekki og mér sýndist á þeim svo voru svo brattir að hjóla að það væri ekki beint eftirsóknarvert. En þá er nokkuð til sem heitir strætó.
Thursday, November 1, 2012
Sjúkraþálfari á miðjum degi
Í dag þarf ég að fara með yngri soninn til sjúkraþjálfara, klukkan hálfþrjú. Var búin að mikla þetta svolítið fyrir mér því ég hélt að sjúkraþjálfarinn væri staðsettur mun lengra í burtu. Setti mig í stellingar og fór inn á bus.is til að leita að strætó. Fyrsta tillagan þar sagði mér að sleppa stræót og ganga þennan spöl! Sem er ákkúrat það sem ég ætla að gera. Planið verður því að hjóla úr vinnunni rétt fyrir tvö (5-10 mín), hitta Jóhannes, við göngum svo með kerruna í leikskólann (5 mín), sækjum Jakob og göngum svo öll saman til sjúkraþjálfarans (18 mínútur skv bus.is). Úr þessu verður því góð hreyfing og útivera og stund með fjölskyldunni. Leikurinn verður svo endurtekinn á leiðinni til baka. Við værum sjálfsagt fljótari ef Jóhannes væri líka á reiðhjóli en því er ekki til að dreifa eins og er. Þetta tekur vissulega lengri tíma en ef við hefðum verið á bíl og ég þarf að vinna upp tapaðan vinnutíma, en ég hlakka til hreyfingarinnar.
Wednesday, October 31, 2012
Verslað í heimleiðinni
Ég kom við í fiskbúðinni Hafberg á heimleiðinni og keypti soðningu. Hjólandi að sjálfsögðu. Þeir áttu ekki rófur svo við Valtýr Gauti komum við í Nettó á heimleið úr leikskólanum. Keyptum eitthvað örlítið fleira, ekki of mikið svo taskan yrði ekki of þung. Þetta er eitt lykilatriðið við bíllausan lífsstíl. Maður kaupir minna af óþarfa, því óþarfi er þungur. Of þungur til að maður nenni að reiða hann á hjóli eða bera í strætó. Þetta leiðir líklega til þess að maður hendir minna magni í ruslið.
Tuesday, October 30, 2012
Vetur á hjóli
Það er komið að mánaðamótum október og nóvember og á þessum tíma er allra veðra von. Eigi að nota hjólreiðar sem ferðamáta þá er þetta tíminn til að íhuga alvarlega hvort ekki sé rétt að setja nagladekk á hjólið. Hvort það er gert akkúrat á þessum tíma eða hálfum mánuði fyrr eða seinna fer eftir tíðarfari en þegar hitastig að nóttu er orðið í kringum 0 °C er orðin hætta á hálku, einkum að morgni. Hálkan er síðan oftar en ekki horfin seinnipartinn þegar lagt er af stað heim.
Svona til fróðleiks þá er mikilvægara að hafa nagla á framdekki en afturdekki m.t.t. öryggis. Þannig má létta sér erfiðið með því að hafa nagla að framan en ekki að aftan.
Svona til fróðleiks þá er mikilvægara að hafa nagla á framdekki en afturdekki m.t.t. öryggis. Þannig má létta sér erfiðið með því að hafa nagla að framan en ekki að aftan.
Skókaup
Jæja þá hefur hið óumflýjanlega gerst. Sonur minn er vaxinn upp úr strigaskónum sínum sem við keyptum á spottprís í Kanada. Ef ég ætti bíl myndi ég taka rúnt um helstu verslanir borgarinnar, jafnvel kíkja á þau outlet sem í boði eru í úthverfum borgarinnar og vonandi að endingu kaupa góða skó. En ég á ekki bíl og það er of tímfrekt að rúnta svona um á hjóli. Ein lausn er að skoða heimasíður verslana hér til að gera forkönnun á verði og tegundum áður en lagt er af stað. Önnur lausn (sem er líklega hagkvæmust) er hreinlega að nota mér viðskiptasambönd erlendis og fá þá senda heim á tröppur með pósti. Á eftir að ná lendingu í þessu máli.
Bíllaus
Á Íslandi er almennt gert ráð fyrir að fólk eigi bíla. Uppbygging höfuðborgarsvæðisins sýnir þetta til dæmis svo ekki verður um villst, þar sem byggð teygir sig 20 km loftlínu frá Leirvogstungumelum í Mosfellsbæ að Vallahverfi í Hafnarfirði, 13 km loftlínu frá Seltjarnarnesi upp í Vatnsendahverfi í Kópavogi. Bílastæði eru hin viðtekna ráðstöfun á landi.
En er þá hægt að vera bíllaus? Eða öllu heldur, hvernig er að vera bíllaus hérna á höfuðborgarsvæðinu, eða Íslandi?
Við erum fjórir starfsmenn hjá VSÓ Ráðgjöf sem eigum ekki bíl og okkur langar til að gera tilraun og gera grein fyrir reynslunni og upplifuninni af því. Hvernig er að komast til og frá vinnu, hvernig er að versla, hvaða ferðamátar koma til greina, hvernig hefur veðrið áhrif?
Sjáum hvað kemur út úr þessu. Njótið.
En er þá hægt að vera bíllaus? Eða öllu heldur, hvernig er að vera bíllaus hérna á höfuðborgarsvæðinu, eða Íslandi?
Við erum fjórir starfsmenn hjá VSÓ Ráðgjöf sem eigum ekki bíl og okkur langar til að gera tilraun og gera grein fyrir reynslunni og upplifuninni af því. Hvernig er að komast til og frá vinnu, hvernig er að versla, hvaða ferðamátar koma til greina, hvernig hefur veðrið áhrif?
Sjáum hvað kemur út úr þessu. Njótið.
Subscribe to:
Posts (Atom)