Tuesday, October 30, 2012

Vetur á hjóli

Það er komið að mánaðamótum október og nóvember og á þessum tíma er allra veðra von. Eigi að nota hjólreiðar sem ferðamáta þá er þetta tíminn til að íhuga alvarlega hvort ekki sé rétt að setja nagladekk á hjólið. Hvort það er gert akkúrat á þessum tíma eða hálfum mánuði fyrr eða seinna fer eftir tíðarfari en þegar hitastig að nóttu er orðið í kringum 0 °C er orðin hætta á hálku, einkum að morgni. Hálkan er síðan oftar en ekki horfin seinnipartinn þegar lagt er af stað heim.
Svona til fróðleiks þá er mikilvægara að hafa nagla á framdekki en afturdekki m.t.t. öryggis. Þannig má létta sér erfiðið með því að hafa nagla að framan en ekki að aftan.

No comments:

Post a Comment