Reynsla nokkurra starfsmanna VSÓ Ráðgjafar af því að vera bíllaus á höfuðborgarsvæðinu.
Tuesday, October 30, 2012
Skókaup
Jæja þá hefur hið óumflýjanlega gerst. Sonur minn er vaxinn upp úr strigaskónum sínum sem við keyptum á spottprís í Kanada. Ef ég ætti bíl myndi ég taka rúnt um helstu verslanir borgarinnar, jafnvel kíkja á þau outlet sem í boði eru í úthverfum borgarinnar og vonandi að endingu kaupa góða skó. En ég á ekki bíl og það er of tímfrekt að rúnta svona um á hjóli. Ein lausn er að skoða heimasíður verslana hér til að gera forkönnun á verði og tegundum áður en lagt er af stað. Önnur lausn (sem er líklega hagkvæmust) er hreinlega að nota mér viðskiptasambönd erlendis og fá þá senda heim á tröppur með pósti. Á eftir að ná lendingu í þessu máli.
Labels:
Innkaup
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment