Ég er svo ljómandi heppin að hafa bifreið til afnota þessa vikuna. Tækifærið var strax notað í gær þar sem ég keypti m.a. risavaxna melónu frá Brasilíu. Hefði sennilega ekki keypt hana hefði ég verið á hjólinu. Sem vekur upp spurningar um hvort maður er ekki einvörðungu að stuðla að loftmengun með akstri bifreiðar heldur líka að kaupa alls kyns vörur sem hafa komið langt að og eru ekkert sérlega umhverfisvænar.
Hins vegar ætla ég að notfæra mér bílinn á meðan ég hef hann til ýmissa erinda eins og IKEA og jafnvel að komast útfyrir borgarmörkin. Þingvellir, Hvaleyrarvatn og Kleifarvatn koma fyrst upp í hugann.
No comments:
Post a Comment