Thursday, November 1, 2012

Sjúkraþálfari á miðjum degi

Í dag þarf ég að fara með yngri soninn til sjúkraþjálfara, klukkan hálfþrjú.  Var búin að mikla þetta svolítið fyrir mér því ég hélt að sjúkraþjálfarinn væri staðsettur mun lengra í burtu. Setti mig í stellingar og fór inn á bus.is til að leita að strætó. Fyrsta tillagan þar sagði mér að sleppa stræót og ganga þennan spöl!  Sem er ákkúrat það sem ég ætla að gera.  Planið verður því að hjóla úr vinnunni rétt fyrir tvö (5-10 mín), hitta Jóhannes, við göngum svo með kerruna í leikskólann (5 mín), sækjum Jakob og göngum svo öll saman til sjúkraþjálfarans (18 mínútur skv bus.is). Úr þessu verður því góð hreyfing og útivera og stund með fjölskyldunni.  Leikurinn verður svo endurtekinn á leiðinni til baka. Við værum sjálfsagt fljótari ef Jóhannes væri líka á reiðhjóli en því er ekki til að dreifa eins og er. Þetta tekur vissulega lengri tíma en ef við hefðum verið á bíl og ég þarf að vinna upp tapaðan vinnutíma, en ég hlakka til hreyfingarinnar.

No comments:

Post a Comment