Eitt af því sem ég þarf að læra í bílleysinu er að kíkja á veðurspá eða a.m.k. líta til veðurs áður en lagt er af stað í vinnu. Ég kom rennvot til vinnu (sökum rigningar) og sit nú hér í jóga-fötunum mínum sem voru ofan í skúffu (mér til happs). Eins gott að það eru ekki mjög strangar reglur um klæðnað hér á bæ. En hin fötin mín eru nú að þorna hægt og rólega og verða vonandi til þegar ég hjóla heim.
No comments:
Post a Comment