Á Íslandi er almennt gert ráð fyrir að fólk eigi bíla. Uppbygging höfuðborgarsvæðisins sýnir þetta til dæmis svo ekki verður um villst, þar sem byggð teygir sig 20 km loftlínu frá Leirvogstungumelum í Mosfellsbæ að Vallahverfi í Hafnarfirði, 13 km loftlínu frá Seltjarnarnesi upp í Vatnsendahverfi í Kópavogi. Bílastæði eru hin viðtekna ráðstöfun á landi.
En er þá hægt að vera bíllaus? Eða öllu heldur, hvernig er að vera bíllaus hérna á höfuðborgarsvæðinu, eða Íslandi?
Við erum fjórir starfsmenn hjá VSÓ Ráðgjöf sem eigum ekki bíl og okkur langar til að gera tilraun og gera grein fyrir reynslunni og upplifuninni af því. Hvernig er að komast til og frá vinnu, hvernig er að versla, hvaða ferðamátar koma til greina, hvernig hefur veðrið áhrif?
Sjáum hvað kemur út úr þessu. Njótið.
No comments:
Post a Comment