Reynsla nokkurra starfsmanna VSÓ Ráðgjafar af því að vera bíllaus á höfuðborgarsvæðinu.
Wednesday, October 31, 2012
Verslað í heimleiðinni
Ég kom við í fiskbúðinni Hafberg á heimleiðinni og keypti soðningu. Hjólandi að sjálfsögðu. Þeir áttu ekki rófur svo við Valtýr Gauti komum við í Nettó á heimleið úr leikskólanum. Keyptum eitthvað örlítið fleira, ekki of mikið svo taskan yrði ekki of þung. Þetta er eitt lykilatriðið við bíllausan lífsstíl. Maður kaupir minna af óþarfa, því óþarfi er þungur. Of þungur til að maður nenni að reiða hann á hjóli eða bera í strætó. Þetta leiðir líklega til þess að maður hendir minna magni í ruslið.
Labels:
Innkaup
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Þetta er einmitt málið, maður þarf að staldra við og hugsa í stað þess að moka öllu í innkaupkerruna.
ReplyDelete