Heil og sæl og gleðilegt nýtt ár,
Nýja árið leggst vel í mig og verður þetta ár bíllaust eins og fyrri ár. Ég rann hér í fljótu bragði yfir færslur meðbloggara minna og skil ekkert í þeim og löngunum þeirra í að eiga bíl. Persónulega finnst mér æðislegt að lifa bíllausum lífsstíl. Þeir sem eiga bíl þurfa nú í fyrsta lagi að kaupa bílinn og ofan á það borga af honum tryggingar, borga á hann eldsneyti og ég tala nú ekki um hinar ýmsu tilfallandi viðgerðir, skoðanir, smurningar og dekkjaskipti. Þennan pening spara ég mér árlega, reyndar sé ég hann ekki á bankabókinni minni því ég hef líklegast eytt honum í annað en það er málinu óviðkomandi :)
Þannig ég segi bara: Bíllaus lífsstíll er lúxus!
Þrátt fyrir tuð og þras og sjálfsvorkun mína þá er ég þér sammála þarna. Er alltaf jafn fegin um hver mánaðarmót að hafa ekki eytt peningunum í allt þetta sem bíllinn heimtar. Væri eiginlega mest til í að eiga bíl annað slagið eða hafa aðgang að bíl t.d. þegar maður vill ferðast o.s.frv.
ReplyDelete