Thursday, January 17, 2013

Loksins hjólakerrufæri

Eftir frekar mikla hálkutíð gafst loksins tækifæri á að húkka hjólakerruna aftan´í hjólið og hjóla í búðina, en hjólakerran er nefnilega ekki á negldum dekkjum og því varasamt að hjóla með hana í mikilli hálku.

Að rölta í búðina er alveg ágætt en stundum væri gott að hafa aðeins meira geymslupláss fyrir innkaupapokana en það sem kemst í tvær hendur og/eða á eina barnakerru. Síðan tekur alltaf aðeins lengri tíma að rölta en hjóla og stundum langar manni bara að drífa innkaupaferðina af.

Annar ótvíræður kostur við hjólakerruna er skemmtanagildið en litla guttanum finnst fátt skemmtilegra en að sitja í kerrunni og bruna um borgina, hann skríkir af kæti. Stundum hefur hann með sér eina til tvær bækur og getur því "lesið" meðan ferðast er á milli staða.




No comments:

Post a Comment