Fyrsta hjólaferð ársins til vinnu var að nokkru leyti eftir flughálum og ósléttum stígum höfuðborgarsvæðisins. Þessar aðstæður kalla á nagladekk á reiðhjól, annars er voðinn vís. Þetta gekk nú slysalaust fyrir sig en aðstæður á þessu landshorni gera kröfu um mjög markvissa snjómokstursþjónustu á stígum. Þannig er mikilvægt að stígar séu hreinsaðir vel áður en snjórinn treðst niður. Annars myndast hart lag sem verður mjög óslétt og nánast ófært hjólandi umferð.
No comments:
Post a Comment