Reynsla nokkurra starfsmanna VSÓ Ráðgjafar af því að vera bíllaus á höfuðborgarsvæðinu.
Wednesday, October 31, 2012
Verslað í heimleiðinni
Ég kom við í fiskbúðinni Hafberg á heimleiðinni og keypti soðningu. Hjólandi að sjálfsögðu. Þeir áttu ekki rófur svo við Valtýr Gauti komum við í Nettó á heimleið úr leikskólanum. Keyptum eitthvað örlítið fleira, ekki of mikið svo taskan yrði ekki of þung. Þetta er eitt lykilatriðið við bíllausan lífsstíl. Maður kaupir minna af óþarfa, því óþarfi er þungur. Of þungur til að maður nenni að reiða hann á hjóli eða bera í strætó. Þetta leiðir líklega til þess að maður hendir minna magni í ruslið.
Tuesday, October 30, 2012
Vetur á hjóli
Það er komið að mánaðamótum október og nóvember og á þessum tíma er allra veðra von. Eigi að nota hjólreiðar sem ferðamáta þá er þetta tíminn til að íhuga alvarlega hvort ekki sé rétt að setja nagladekk á hjólið. Hvort það er gert akkúrat á þessum tíma eða hálfum mánuði fyrr eða seinna fer eftir tíðarfari en þegar hitastig að nóttu er orðið í kringum 0 °C er orðin hætta á hálku, einkum að morgni. Hálkan er síðan oftar en ekki horfin seinnipartinn þegar lagt er af stað heim.
Svona til fróðleiks þá er mikilvægara að hafa nagla á framdekki en afturdekki m.t.t. öryggis. Þannig má létta sér erfiðið með því að hafa nagla að framan en ekki að aftan.
Svona til fróðleiks þá er mikilvægara að hafa nagla á framdekki en afturdekki m.t.t. öryggis. Þannig má létta sér erfiðið með því að hafa nagla að framan en ekki að aftan.
Skókaup
Jæja þá hefur hið óumflýjanlega gerst. Sonur minn er vaxinn upp úr strigaskónum sínum sem við keyptum á spottprís í Kanada. Ef ég ætti bíl myndi ég taka rúnt um helstu verslanir borgarinnar, jafnvel kíkja á þau outlet sem í boði eru í úthverfum borgarinnar og vonandi að endingu kaupa góða skó. En ég á ekki bíl og það er of tímfrekt að rúnta svona um á hjóli. Ein lausn er að skoða heimasíður verslana hér til að gera forkönnun á verði og tegundum áður en lagt er af stað. Önnur lausn (sem er líklega hagkvæmust) er hreinlega að nota mér viðskiptasambönd erlendis og fá þá senda heim á tröppur með pósti. Á eftir að ná lendingu í þessu máli.
Bíllaus
Á Íslandi er almennt gert ráð fyrir að fólk eigi bíla. Uppbygging höfuðborgarsvæðisins sýnir þetta til dæmis svo ekki verður um villst, þar sem byggð teygir sig 20 km loftlínu frá Leirvogstungumelum í Mosfellsbæ að Vallahverfi í Hafnarfirði, 13 km loftlínu frá Seltjarnarnesi upp í Vatnsendahverfi í Kópavogi. Bílastæði eru hin viðtekna ráðstöfun á landi.
En er þá hægt að vera bíllaus? Eða öllu heldur, hvernig er að vera bíllaus hérna á höfuðborgarsvæðinu, eða Íslandi?
Við erum fjórir starfsmenn hjá VSÓ Ráðgjöf sem eigum ekki bíl og okkur langar til að gera tilraun og gera grein fyrir reynslunni og upplifuninni af því. Hvernig er að komast til og frá vinnu, hvernig er að versla, hvaða ferðamátar koma til greina, hvernig hefur veðrið áhrif?
Sjáum hvað kemur út úr þessu. Njótið.
En er þá hægt að vera bíllaus? Eða öllu heldur, hvernig er að vera bíllaus hérna á höfuðborgarsvæðinu, eða Íslandi?
Við erum fjórir starfsmenn hjá VSÓ Ráðgjöf sem eigum ekki bíl og okkur langar til að gera tilraun og gera grein fyrir reynslunni og upplifuninni af því. Hvernig er að komast til og frá vinnu, hvernig er að versla, hvaða ferðamátar koma til greina, hvernig hefur veðrið áhrif?
Sjáum hvað kemur út úr þessu. Njótið.
Subscribe to:
Posts (Atom)